föstudagur, desember 22, 2006
Svona spoilerar bjarga manni bara ekki neitt
Það var ekkert búið að koma fyrir bílinn minn grunsamlega lengi.
Hélt ég myndi kannski endast yfir áramótin án þess að lenda í bílaveseni.
En bílaheilladísinn hafði sko annað í huga fyrir SE 923.
Ég var nefnilega að fara í Kringluna. Helmingurinn af þjóðinni var líka að fara í Kringluna. Hinn í Smáralind.
Ég ákvað vera sniðug og fara á efrihæðina á bílastæðinu. "Já Tinna, góð hugmynd" sagði Eva.
Þannig ég keyri upp.
EN!
Það var bílakássa í brekkunni. Ég þurfti að stoppa í brekkunni. Bíllinn komst ekki af stað. Ég var föst. Í brekkunni á bílastæðinu í Kringlunni. 15 bílar fyrir aftan. 15 bílar fyrir framan.
Ég ákvað bíllinn minn skyldi sko drulla sér upp þessa brekki og steig bensínið í botn. Það heyrðist hæsta VRÚMM sem ég nokkurn tíma heyrt. Hann mjakaðist ofurhægt upp. Þegar ég loksins komst upp þá sauð upp úr honum.
Núna er vond lykt í bílnum mínum.
Það var mjög óheppilegt að fá þessa ógeðslegu lykt í bíllinn á þessum tíma þar ég var svo að fara að keyra út gjafir frá Íslensku Auglýsingastofunni allt kvöldið.
Svo bættist veðrið ofan á hrakfarir mínar. Að labba með kassa með sex vínflöskum í óveðri er ekki eins gaman og mann myndi gruna. Ó nei.
Gaman að vera örvhent ég.
Ég er samt búin að ganga frá öllu jólatengdu og bílatengdu. Þannig ég er bara að bíða eftir jólunum.
Reyndar er ég að vinna á aðfangadagskvöld... ætti að vera gaman.
Best að fara að leggjast í sjálfsvorkun.
Tinna - Leti er lífstíll
PS. Þegar ég var að keyra út pakkana sá ég götu sem heitir Bitruháls. Ég ætla að flytja þangað.
tisa at 20:09
1 comments